T
h
e

s
l
u
g
s

YEAR OF THE PENSIVE SLUG

When you wake up in the morning with sea on the left, sea on the right, sea at your back, and far ahead, you must be on an island.

 

When you’re the talk of the town in a matter of minutes, you know you’re in a small one.

 

When there is always someone knocking at your door when you’re peeing, and your shoes already left the house without you, you must be with a lot of people.

When you still laugh the loudest of the joke happening at the dinner table while you’re already in bed, you must be sharing a pretty threadbare house.

 

When all ideas merge into one collective fog, for anyone to extract at any time, you know you’ve lost your ego and become a part of a bigger entity.


LAUMULISTASAMSTEYPAN

Laumulistasamsteypan consists of a group of artists, annually and temporarily entwined on a small island called Hrísey.Laumulistasamsteypan is a residency, a cooking club, an oddity, a festival, an un-broadcasted reality TV show, a reunion, an expedition, a radio station, a transnational project meeting but first and foremost a summer camp for restless artists. A veeeeery looooong coffee-break.

Laumulistasamsteypan (the Sly Art Association or the Hush-hush Art Alliance) is initiated by Helena Aðalsteinsdóttir and Ásgerður Birna Björnsdóttir and has been running since 2014. Laumulistasamsteypan is an amoeba that shifts shape according to the needs of the group and its organisers. Sometimes it expands all the way abroad while on other moments it shrinks down to its smallest core.

Laumulistasamsteypan offers an opportunity to step out of your everyday surrounding and orbit around suns unknown to your own artistic practise. To shift the weight temporarily and give all your attention and energy to the mission at hand and the group operating it with you. To make use of the space Laumulistasamsteypan creates to marinate with other brains and react to what’s happening around you. Laumulistasamsteypan acts as artistic vitamine to its members that seeps in slowly and often months after the project is over, activating unexpected fields.

Ef þú byrjar daginn með sjó á vinstri hönd, sjó til hægri, sjó að baki þér og svo langt sem augað eygir, þá ertu mjög líklega á eyju.

 

Ef þú ert nú þegar aðal umræðuefni bæjarins eftir örfáar mínútur, þá er hann mjög líklega lítill.

 

Ef það er alltaf bankað þegar þú ert á klósettinu og skórnir þínir eiga það til að leggja af stað út úr húsi án þín, þá ertu líklegast innan um margt fólk.

 

f þú ert komin í rúmið en hlærð samt hæst að brandaranum sem er í gangi við borstofuborðið, þá dvelur þú líklegast í ansi gisnu húsi.

 

Ef allar hugmyndir þínar sameinast í þokuskýi með hugmyndum annarra, þá veistu að þú hefur misst egóið og tilheyrir nú stærra samhengi.

 

LAUMULISTASAMSTEYPAN


Laumulistasamsteypan samanstendur af hópi listamanna sem dvelja árlega og tímabundið, saman í Hrísey með ólíkum afleiðingum. Laumulistasamsteypan er residensía, matarklúbbur, furðuverk, hátíð, gengi, raunveruleikaþáttur, leiðangur, kommúna, útvarpsstöð, stuðningshópur en kannski fyrst og fremst sumarbúðir fyrir friðlausa listamenn.

Laumulistasamsteypan var stofnuð af Ásgerði Birnu Björnsdóttur og Helenu Aðalsteinsdóttur og hefur starfað frá árinu 2014. Samsteypan er amaba sem breytir lögun sinni ár hvert í takt við þarfir og óskir hópsins og skipuleggjendanna. Hún stækkar og teygir sig jafnvel út fyrir landsteinana en á öðrum stundum minnkar hún aftur niður í kjarnastærð.


Laumulistasamsteypuna býður uppá tækifæri til þess að stíga út úr sínu eigin hversdagslífi og leyfa sér að snúast um aðrar sólir en í eigin sköpun. Að breyta vendipunktinum í takmarkaðan tíma og gefa alla sína orku og athygli í það verkefni sem liggur fyrir hendi og fólkið sem vinnur það með manni. Tækifæri til þess að marinerast með öðrum heilum og bregðast við því sem á sér stað í kringum mann, í rýminu sem skapast innan samsteypunnar. Laumulistasamsteypan gefur þátttakendum listrænt vítamín sem síast inn smám saman, á óvæntum sviðum og oft mánuðum eftir að samvistinni lýkur.