Laumulistasamsteypan 2015

Laumulistasamsteypan Banner

Já góðan dag er þetta hjá upplýsingamiðstöð Laumulistasamsteypunnar?

Í gegnum kíki sést maður í skærappelsínugulum regnstakk. Hann situr í turni og passar að allt gangi sinn vanagang. Á þaki sitja tvær konur með litríka hatta og veifa mér eins og við þekkjumst. Ég geng af stað og ofaní bláu keri er dularfullt hvísl sem leiðir mig áfram og yfir tjaldstæðið. Upplýsingamiðstöðin bendir mér inn og hér er hljómsveit við undirbúning. Úrillur tónlistarmaður slær sömu nótuna í sífellu og hljóðmaður hristir hausinn. Maður í rauðu vesti mælir lofthæð og upptekin kona færir rammaða mynd til á veggnum, millimeter í senn. Hér er greinilega eitthvað stórt í uppsiglingu - er það landsfræg hljómsveit sem mun stíga á svið í kvöld?

Meðlimir Laumulistasamsteypunnar
New Member